Torg kaupir eignir frjálsrar fjölmiðlunar

Gerður hefur verið samningur þar sem Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið, og heldur úti vefmiðlunum frettabladid.is og hringbraut.is, kaupir tilteknar eignir af Frjálsri fjölmiðlun ehf., útgáfufélagi DV. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins.

Hið selda er útgáfuréttur að DV og vefmiðillinn dv.is, ásamt gagnasafni. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlits.

DV á sér langa útgáfusögu hérlendis og hefur undanfarið verið gefið út vikulega. Dv.is, ásamt undirvefjunum eyjan.is, pressan.is, 433.is, fokus.is og bleikt.is, er einn fjölsóttasti vefmiðill landsins samkvæmt mælingum Gallup.

Verði af kaupunum verða vefmiðlar Torgs meðal þeirra víðlesnustu hérlendis.