Tómas: „við erum ekki á réttri leið íslendingar. breytum því“

„Þessi mynd er úr Eyrarósargili, dalverpi mitt á hálendi Íslands, ekki langt frá Þjórsárverum og Vonarskarði. Í baksýn sést í Hágöngur, eitt fallegasta fjall á Íslandi sem veitt hefur mörgum ljósmyndurum og málurum innblástur.“

Á þessum orðum hefur Tómas Guðbjartsson læknir, sem hefur verið ötull baráttumaður að vernda íslenska náttúru, færslu sína á Facebook. Þar mótmælir hann virkjun sem á að reisa á svæðinu.

\"\"

Mynd úr Eyrarósargili

„Nágrenni Eyrarrósargils verður rústað með Skrokkölduvirkjun, sem merkilegt nokk náði inn í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Það eru ekki margir staðir á hálendinu þar sem Eyrarrós er jafn áberandi, uppáhaldsblóm flestra Íslendinga,“ segir Tómas og minnist gilsins frá ferðum sínum sem lítill strákur með foreldrum sínum. Segist hann ávallt hafa upplifað gleði á staðnum og viðurkennir hann það að sorgin taki yfir þegar hann hugsar um hvað koma skal.

„[…] verð alltaf jafn glaður þegar ég kem þarna, enda vin í eyðimörkinni suður af Sprengisandi. Eiginlega verð ég afar sorgmæddur þegar sé svona náttúruperlu setta á gapastokkinn og það fyrir stóriðju í eigu útlendinga. Við erum ekki á réttri leið Íslendingar. Breytum því. Látum náttúruna njóta vafans og kælum græðgina.“