Tillitsleysi við foreldra

Skólamál

Tillitsleysi við foreldra

Þorbjörg Helga, framkvæmdastjóri Kara connect.
Þorbjörg Helga, framkvæmdastjóri Kara connect.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi meðlimur í skóla og frístundaráði Reykjavíkurborgar og stofnandi Kara connect sendi skólayfirvöldum brýningu á Facebook nú í dag. Hún hvetur til þess að skólayfirvöld sýni foreldrum það tillit að hafa skólasetningu frekar á mánudagsmorgni, nógu snemma til þess að fólk geti komist til vinnu og að skólar hefjist strax þann dag. Enda hafi flestir foreldrar þegar notað allt sumarfrí og börnin hafi enga afþreyingarkosti dagana frá helgi og þar til skólar eru settir á miðvikudeginum 22. ágúst. 

Þorbjörg segir:

“Að gefnu tilefni. Nú hefjast skólar aftur hjá börnum okkar eftir helgi. Reykjavíkurborg er með fréttir um alls konar, þrif á götum og menningarnótt en ekkert um skólasetningu á heimasíðu sinni. Líkur eru nú á að skólasetning sé í flestum skólum 22. ágúst og að allir foreldrar hafi fengið meldingu um slíkt.

Það sem (sjá fyrri rönt) mér er ófyrirmunað að skila er hvernig skólar og yfirvöld geta ítrekað sett skólasetningar á í miðri viku þegar engin eru námskeið í boði og að slíta daginn í sundur. Foreldrar eru löngu búin með öll frí sín fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða. Að auki eru börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.

Hver eru rökin fyrir því að börnin séu í reiðileysi mánudag til fimmtudagsmorguns þessa viku? Væri ekki hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki endalaust í hnakkann á foreldrum? Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?”

Nýjast