Þurfum að staldra við hótanir gegn íslensku samfélagi eins og rio tinto beitir, segir forstjóri landsvirkjunar.

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjuna segir aðferðafræði stjórnenda álversins í Straumsvík, um að blása í lúðra og segjast mögulega þurfa að loka álverinu þar sem nærri eitt þúsund störf eru í húfi, alveg nýja taktík en oft hafi verið tekist á en það hafi verið mjög fagleg samskipti og haldið utan við fjölmiðla.

„Mér persónulega finnst það líka bara spurngin fyrir samfélagið almennt, þegar við erum með þessi stóru fyrirtæki í samfélaginu að ef að þau nálgast samninga áður en viðræður byrja, þá í raun og veru eiga þeir ekki rétt á viðræðum en við erum engu að síður tilbúin að gera það og teljum að við eigum að gera það en að byrja viðræðurnar að hóta samfélaginu eins og er gert núna, neita því að skrifa undir kjarasamninga við starfsmenn sem eru hóflegir og samsvarandi lífskjarasamningunum er allt með það að markmiði að skapa þrýsting með almenningsáliti og helst pólitískum þrýstingi, að það finnst mér að samfélagið eigi að staldra við og spyrja hvort að þetta sé eitthvað sem við sættum okkur við “, segir Hörður en þetta sé taktík sem fyrirtækið hafi notað í öðrum löndum og komi í sjálfu sér ekki á óvart.