Þórdís lenti í árekstri og kennir „vitleysingi“ um: „Bara á Íslandi monta ráðherrar sig nánast af því að keyra aftan á fólk“

Þórdís lenti í árekstri og kennir „vitleysingi“ um: „Bara á Íslandi monta ráðherrar sig nánast af því að keyra aftan á fólk“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra lenti í árekstri í gær, en hún var farþegi í bílnum. Fréttablaðið greinir frá þessu og vitnar í ummæli Þórdísar á Facebook. Þar segir Þórdís Kolbrún:

 „Við keyrðum aftan á bíl áðan. Út af vitleysingi í umferðinni. Í órétti auðvitað. Á leið í fríið á morgun. Ákveðin moodkiller. En þú veist nú má fríið koma fyrir mér. Þetta er bara eitt líf osona.“

Í fréttinni kemur ekki fram hvort einhver hafi slasast. Atli Þór Fanndal, blaðamaður, tjáir sig um ummæli ráðherrans á Facebook síðu sinni. Hann segir:

„Bara á Íslandi monta ráðherrar sig nánast af því að keyra aftan á fólk. Vera í órétti og kenna öðrum um. Ofeldi íslenskra stjórnmálamanna á sér engan líkan í heiminum. Mannkynið in its entirety er með augu í andlitinu en ekki hnakkanum. Þess vegna eiga allir að halda sig nægilega langt frá 'vitleysingum' til að geta brugðist við. Annars ert þú 'vitleysingur' í umferðinni.“

Nýjast