Þjálfari ír-stúlknanna stígur til hliðar - fundur um málið stóð fram á nótt

Þjálfari minni­bolta­liðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna, Brynjar Karl Sigurðs­son, ætlar að stíga til hliðar eftir að stúlkur sem hann þjálfar lásu upp yfirlýsingu á körfuboltamóti um helgina. Neituðu þær að taka við verð­launum eftir að hafa unnið Ís­lands­meistara­titil á mótinu.

Málið vakti mikla athygli í gær og varð yfirlýsing stúlknanna, sem báru það fyrir sig að þær vildu frekar mæta strákum heldur en stúlkum, mikið umræðuefni á samfélagsmiðlum. Á­kvörðunin um að Brynjar stígi til hliðar var niður­staða fundar sem stóð langt fram á nótt að sögn Guð­mundar Óla Björg­vins­sonar, formanns körfu­knatt­leiks­deildar ÍR. Á fundinum hittust fulltrúar deildarinnar, þjálfarinn og foreldrar stúlknanna

„Fé­lagið er ó­endan­lega stolt af árangri sinna leik­manna sem urðu Ís­lands­meistarar í minni­bolta 11 ára stúlkna og unnu silfur­verð­laun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á ára­langri þrot­lausri vinnu og metnaði leik­manna og þjálfara­t­eymis flokksins.“ Það að taka ekki við gull­verð­laununum eða bikarnum sé hins vegar „ekki í sam­ræmi við gildi Körfu­knatt­leiks­deildar ÍR þar sem virðing og hátt­vísi verður alltaf að vera í fyrir­rúmi hvað sem öðru líður.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem var send eftir fundinn.

Hringbraut greindi frá því gær að stelpurnar hafi sent frá sér yfirlýsingu og sögðu að ekki væri við Brynjar að sakast. Þær sögðu enn fremur að þetta hafi verið algjörlega þeirra ákvörðun að taka ekki á móti verðlaununum. 

„Við stelpurnar áttum hugmyndina um að ekki taka við verðlaununum. Þetta var ekki Brynjari að kenna og okkur líður vel saman og elskum Brynjar. Þið getið ekki tekið okkur í sundur. Okkur finnst óréttlátt að þið takið dætur ykkar úr íþróttinni sem þær elska mest. Við erum pirraðar út í foreldrana en allir gera mistök og það er asnalegt að viðurkenna þau ekki. Við erum pirraðar að KKÍ hunsar og vanvirðir okkur og við þurftum að gera eitthvað í því. Kannski fórum við yfir strikið en nú vitum við hvar línan er. Markmið okkar er að breyta heiminum og þá þarf maður að fara yfir strikið. Við getum ekki breytt heiminum einar án Brynjars. P.s. 12 grein barnasáttmálans

Hér að neðan má sjá bréfið sem þær skrifuðu.

\"Bréf

.