Þingmenn hræddir við útgerðirnar

Segir útgerðarmenn með mikið vald:

Þingmenn hræddir við útgerðirnar

 Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, sagði í Þjóðbraut að þingmenn, einkum á landsbyggðinni, séu hræddir við útgerðarmenn og vald þeirra, vald sem Guðmundur segir þá eiga misgott með að fara með.

Í leiðara Fréttatímans, frá því á föstudag rifjar Gunnar Smári Egilsson upp að í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki náðst fram neinar breytingar á kvótakerfinu, bæði Samfylking og VG hafi haft tækifæri til þess, en ekki nýtt það.

„Eins undarlegt og það hljómar töldu landsbyggðarþingmenn þessara flokka, sem eiga rætur í verkalýðsbaráttu láglaunastéttanna, mikilvægara að þjóna hagsmunum fárra útgerðarmanna en fólksins í sjávarbyggðunum sem hafa mest allra þurft að blæða fyrir kvótakerfið,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars í leiðara sínum.

Nýjast