Þegar Sigmundur Davíð er staðinn að ósannindum

Eyjan.dv.is:

Þegar Sigmundur Davíð er staðinn að ósannindum

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, er einn fjölmargra sem gagnrýnir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Miðflokksins, í Klaustursmálinu.

Viðbrögð Sigmundar hafa verið milli tannanna á fólki, alveg síðan fyrstu fréttir bárust af því. Fyrst birti Sigmundur færslu á Facebook, þar sem hann sagði ýmislegt ranghermt, og fréttir af samtölum „látnar hljóma“ eins og pólitískt plott og gerði hann lítið úr ummælunum. Þá sagði hann að ekki væri um annað að ræða en að brotist hefði verið inn í síma sexmenninganna og þeir hleraðir. Sú var auðvitað ekki raunin.

Síðar skrifaði Sigmundur um Kastljósviðtalið sem Lilja Alfreðsdóttir fór í hvar hún kallaði sexmenninganna ofbeldismenn sem hefðu ekkert dagskrárvald. Þar byrjaði hann á að mæra Lilju og vék að eigin klaufaskap í samskiptum og viðurkenndi að hann væri aðeins mannlegur. Við lesturinn héldu eflaust einhverjir að einlæg afsökunarbeiðni væri á leiðinni, en þá vék Sigmundur að því að hann hefði aldrei verið særður eins mikið og þegar Lilja kallaði hann ofbeldismann. Þá sagði hann Lilju segja ósatt um að hann hefði ekki haft samband við hana eftir Klaustursmálið. Einnig útskýrði hann að Klaustursamtalið um Lilju hefði verið klippt úr samhengi, ekki hefði komið fram þegar hann hefði talað vel um Lilju í leyniupptökunum.

Nýjast