„Það er löngu kominn tími til að spilltir stjórnmálamenn hætti að ráðskast með embætti sem þetta“

„Það er löngu kominn tími til að spilltir stjórnmálamenn hætti að ráðskast með embætti sem þetta“

Björn Birgisson, Grindvíkingur, deildi í fyrradag mynd á Facebook sem vakið hefur gríðarlega athygli. DV tekur saman en á myndinni má sjá Grím Grímsson, fyrrverandi yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tengslafulltrúa Íslands hjá Europol.

„Næsti ríkislögreglustjóri?“ skrifar Björn stórum stöfum efst á myndinni. Hann fullyrðir að Grímur sé með meirihluta stuðning meðal landsmanna. „Fullyrði að á meðal almennings er stuðningur við Grím Grímsson í embættið svo mikill að ef kosið yrði um málið ynni hann algjöran yfirburðarsigur!“ skrifar Björn og heldur áfram:

„Það er löngu kominn tími til að spilltir stjórnmálamenn hætti að ráðskast með embætti sem þetta. Deilið þessu sem víðast!“ skrifar Björn þá. Rúmlega 1400 manns hafa deilt færslunni hans.

„Held ég dytti dauð niður ef þessi heiðursmaður fengi embættið. Í þessum grút sem hér ríkir er það fjarlægur draumur,“ skrifar einn undir í athugasemdum. Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, tekur í svipaðan streng.

„Flokksaðildin vegur þyngst og mest,“ segir Sigurjón í athugasemd við færslu Björns.

 

 

 

Nýjast