Taktu þátt í könnun: Hver verður ríkislögreglustjóri?

Taktu þátt í könnun: Hver verður ríkislögreglustjóri?

Sjö um­sóknir bárust um em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra sem aug­lýst var laus til um­sóknar.

Um­sóknar­frestur rann út 10. Janúar.

Nú geta lesendur tekið þátt í könnun um hverjir þeir telja að ætti að vera ráðin.

Smelltu á myndina á þeim sem þú telur að ætti að verða fyrir valinu:

 

Eftirtaldir sóttu um em­bættið:

Arnar Ágústs­son

Arnar Ágústsson er eins og segir á vef DV huldumanneskjan í hópi umsækjenda. Arnar er sagður vera öryggisvörður sem áður gegndi slíkum störfum hjá Isavia. Samkvæmt heimildum DV er hann fæddur árið 1983 og stundar nám við Háskóla Íslands.

Grímur Grímsson

Grímur Gríms­son, fyrr­verandi yfir­maður mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðisins og nú­verandi tengsla­full­trúi Ís­lands hjá Europol, er á meðal um­sækjanda. Grímur varð landsþekktur þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram. Hann gegndi þá stöðu yfir­manns mið­lægrar rann­sóknar­deildar og kom fram fyrir hönd lög­reglunnar í fjöl­miðlum. Grímur er 58 ára.

Halla Berg­þóra Björns­dóttir

Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra sótti einnig um. Hún starfið vera kjörið tæki­færi til að vinna að eflingu lög­reglu enn frekar. Halla hefur starfað í mála­flokkum tengdum réttar­kerfinu mestan hluta starfs­ævinnar. Hún leysti hún Ólaf Þór Hauks­son af í em­bætti sýslu­manns á Akra­nesi þegar hann tók við em­bætti sér­staks sak­sóknara og gegndi hún því em­bætti þar til hún var skipaður lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra um mitt ár 2014. Halla er fimmtug.

Páll Winkel

Páll Winkel varð fangelsis­mála­stjóri árið 2007 en þar áður hafði hann gegnt stöðu að­stoðar­ríkis­lög­reglu­stjóra. Páll varð for­stjóri Fangelsis­mála­stofnunnar í árs­byrjun 2008. Hann hefur starfað í lög­gæslu- og refsi­vörslu­kerfinu frá því hann út­skrifaðist úr laga­deild um alda­mót. Páll er 46 ára.

Sig­ríður Björk Guðjónsdóttir

Sig­ríður Björk þykir líkleg til að taka við stöðunni. Hún hefur verið lög­reglu­stjóri hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu frá árinu 2014 en hún var fyrsta konan til að gegna því em­bætti.

Fyrir það var hún lög­reglu­stjóri á Suður­nesjum og að­stoðar­ríkis­lög­reglu­stjóri. Sigríður Björk er fimmtug.

Kristín Jóhannes­dóttir

Kristín Jóhannes­dóttir er lög­maður. Hún starfaði meðal annars sem fram­kvæmda­stjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi en hún sat einnig í stjórn Baugs og hefur starfað sem lög­fræðingur i mörg ár. Kristín er 56 ára.

Logi Kjartans­son

Í umfjöllun Stundarinnar segir að Logi, sem er fyrrverandi lögfræðingur á stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra til skamms tíma hafi meðal annars sérhæft sig í peningaþvætti. Hann er með próf frá Lögregluskóla ríkisins og kláraði lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 2007. Logi er 44 ára.

Nýjast