Svona græddi Þórólfur um 900 milljónir á nokkrum vikum: Staðgreiddi einbýlishús í Garðabæ - „Þórólfur winning”

Svona græddi Þórólfur um 900 milljónir á nokkrum vikum: Staðgreiddi einbýlishús í Garðabæ - „Þórólfur winning”

Félag Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfélögum þess hagnaðist um tæplega 900 milljónir á nokkrum vikum. Viðskipti Útgerðarfélag Reykjavíkur og Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hefur vakið athygli í dag en Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt Fisk Seafood eignarhaldsfélag ehf af Kaupfélagi Skagfirðinga á tæplega átta milljarða króna. Eina eignin sem Fisk Seafood átti, var um 13 prósenta hlutur í Brimi. Hér má sjá umfjöllun Kjarnans um málið.

Þórólfur er einn ríkasti maður landsins. Stundin birti nú fyrir helgi dæmi um hversu fjáður Þórólfur er. Á síðasta ári staðgreiddi Þórólfur 400 fermetra einbýlishús á 126 milljónir króna í Garðabæ. Fyrir átti hann einbýlishús í Skagafirði. Þórólfur hefur neitað að vera fjárfestir en hann er með um 6 milljónir í mánaðartekjur. Stundin bendir þó á það að kaupfélagsstjórinn á fjárfestingarfélagið Háuhlíð sem hefur stundað fjárfestingar í hlutabréfum í FISK og hefur hagast persónulega um tugi milljóna króna.

En hvernig fór Þórólfur að því að græða tæpan milljarð á nokkrum dögum?

2018:

Fisk Seafood kaupir þriðjungshlut eiganda Brims í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Ágúst 2019:

- FISK Seafood, í eigu KS, kaupir 8,3 prósenta hlut Gildis Lífeyrissjóðs í Brimi.

- Verðið er rúmlega fimm milljarðar króna.

- Hlutur FISK Seafood í Brimi er þá orðinn um það bil 13 prósent.

- Gildi fær afhent sem greiðslu bréf Fisk-Seafood sem þeir áttu í Högum.

- Hluturinn sem Gildi fékk var 4,6 prósent í smásölurisanum.

September 2019:

- FISK selur eignarhlutinn í Brimi ásamt eignarhlutanum sem þeir höfðu keypt árið áður til Útgerðarfélags Reykjavíkur

- FISK í eigu KS hagnast um tæpan milljarð á nokkrum vikum með því að kaupa hlut Gildis og selja nokkrum vikum síðar.

Magnús Halldórsson á Kjarnanum lýsir þessu svona á Twitter:

„Bændur í Skagafirði keyptu sér hlutabréf í Brimi 18. ágúst síðastliðinn, á genginu 36. Seldu svo 8. september, á genginu rúmlega 40, um 10% hlut. Innleystu mikinn hagnað. Skagafjarðarhagkerfið stækkar. Þórólfur winning.”

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans lýsir þessu á svipaðan hátt:

„Þórólfur kaupfélagsstjóri Gíslason í Skagafirði tók nettan snúning á dögunum er hann losaði hlut Kaupfélagsins í Högum og fleiri félögum og keypti þess í stað stóran hlut af Gildi í HB Granda sem varð Brim á sama tíma. Nú þremur vikum seinna selur hann sama hlut og er tæplega 900 mkr betur settur á eftir. Það er 300 mkr hagnaður fyrir hverja viku sem KS átti bréfin. Þeir kunna þetta á Skagfirska efnahagssvæðinu. Lífeyrisþegar og félagar í Gildi hljóta hins vegar að vera fremur súrir á svipinn í dag.“

Nýjast