Sveinn andri svarar birgi: „það er skóla að upp­fræða en ekki að við­halda fá­fræði“

Sveinn Andri Sveins­son, lög­maður, lætur sér fátt um finnast um orð Birgis Þórarins­sonar, þing­manns Mið­flokksins, um kristni og kristin­fræði. Hann svarar Birgi í Face­book færslu þar sem hann segir trúna vera dóttur fá­vísinnar.

Til­efnið eru fréttir af ný­árs­ræðu þing­manns Mið­flokksins, þar sem hann sagði meðal annars að taka þyrfti upp kristin­fræði að nýju í grunn­skólum. Þá sagðist hann vilja sporna gegn af­kristnun og að mikil­vægt væri að kvóta­flótta­menn sem kæmu til Ís­lands væru kristnir.

Sveinn lætur sér fátt um finnast:

„Trúin er dóttir fá­vísinnar. Það er skóla að upp­fræða en ekki að við­halda fá­fræði.“

Hann segir að trúar­brögð gætu komið við sögu í skóla­starfi sem hluti af kennslu í mann­fræði, sögu og fé­lags­fræði.

„Trúar­brögð gætu komið við sögu í skóla­starfi sem hluti af kennslu í mann­fræði, sögu og fé­lags­fræði þar sem nem­endur eru upp­lýstir um öll þau stríð á milli trúar­bragða sem mann­kyns­sagan geymir og hvernig trúin hefur verið frá upp­hafi nýtt til þess að stjórna sam­fé­lögum fólks og veita ein­föld svör við flóknum spurningum. Spurningum sem vísindin hafa síðar meir svarað.“