Svæsið einelti á meðal eldri borgara: „heilabilað og vitlaust fólk og ætti ekkert heima hérna“

„Einhverjir eru kannski beðnir um sitja annars staðar, bara af því þeir eru svo leiðinlegir eða vond lykt af þeim,“ segir starfsmaður á dvalarheimili  í Reykjavík. Einelti þrífst á meðal eldri borgara í þjóðfélaginu og eru karlmenn oftar í hlutverki þolanda og helgast það af fjölda kvenna í félagsstarfi og á dvalarheimilum fyrir aldraða. Algengast er að eineltið sé af andlegum toga og lýsir það sér meðal annars í baktali, illu augnaráði og höfnun. Lítið er um að starfsfólk á dvalarheimilum fái formlega þjálfun um einelti og ekki er sjálfsagt að starfsfólk sé meðvitað um eineltisáætlanir á vinnustaðnum, séu þær áætlanir til staðar.“

Frá þessu er greint í DV, sjá ítarlega úttekt hér.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum Péturs Kára Olsen, en í tengslum við lokaverkefni sitt til BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslandi rannsakaði hann einelti á meðal eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu frá sjónarhorni starfsfólks.

Í tengslum við rannsóknina ræddi Pétur Kári við sex starfsmenn, allt konur, sem vinna á sex dvalar- og félagsheimilum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Tvær kvennanna starfa sem deildarstjórar en hinar fjórar starfa sem verkefnastjóri, umsjónarmaður, leiðbeinandi og starfsmaður í aðhlynningu.

Ein úr hópnum nefnir dæmi um baktal sem hún varð vitni að, en þá heyrði hún fólk segja um aðra að „þetta væri bara heilabilað og fatlað og vitlaust fólk og ætti ekkert heima hérna“.

Önnur úr hópnum segir að „yfirleitt gerist eitthvað í hverri viku.“

Hér má lesa ítarlega úttekt DV.