Sumarið er ekki búið: Svona verða síðustu dagar ágústmánaðar

Sumarið er ekki búið: Svona verða síðustu dagar ágústmánaðar

Hitastig hefur lækkað um allt land síðustu daga og Íslendingar tekið fram úlpur og húfur. En það er ekki búið að aflýsa sumrinu. Þetta segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur í samtali við RÚV. Í svipaðan streng tekur Júlíus Baldursson, ritari hins fræga Veðurklúbbs á Dalvík.

Föstudaginn 9. Ágúst var líkt og sumarið hefði þakkað fyrir sig. Við tók rigning, frost á hálendi og vindasamt varð á Norðurlandi og Ströndum. Þá voru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. Júlíus segir:

 „Við höfum á tilfinningunni að þetta sé ekki alveg búið, þetta verður sæmilegt haust.“ Hann bætir við: „Síðasta spá hjá okkur sagði að það yrði kalt framan af og vætusamt, en síðan jafnvel hlýna aðeins.“

Nýjast