Stríðsyfirlýsing: Vill alls ekki manninn sem viðhafði þessi umdeildu ummæli

Stríðsyfirlýsing: Vill alls ekki manninn sem viðhafði þessi umdeildu ummæli

Heimildir heimildir Kjarnans herma að hæfisnefnd hafi metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Kjarninn greinir frá málinu á vef sínum í dag.

Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ingur og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði.

Vilhjálmur Birgisson er verkalýðsforingi er ósáttur og telur að hálfgerða stríðsyfirlýsingu ef Gylfi Magnússon yrði fyrir valinu. Vilhjálmur segir:

„Ég myndi líta á það sem hálfgerða stríðsyfirlýsingu við íslensk heimili og verkalýðshreyfinguna ef Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, yrði skipaður nýr seðlabankastjóri.“

Nægir í rökstuðningi fyrir þessari skoðun minni að rifja upp ummæli sem Gylfi lét falla á útvarpsstöðinni K100 4. apríl síðastliðinn en þar sagði hann orðrétt:

„Það er misskilningur að lækkun vaxta komi heimilunum til góða og galið að takmarka lánstíma verðtryggðra lána, sagði Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.“

Vilhjálmur heldur áfram:

„Hugsið ykkur ef maður sem segir að það sé byggt á „misskilningi“ að það komi heimilunum til góða að vextir lækki verði næsti seðlabankastjóri!

Ég segi, nei takk við þurfum ekki slíkan mann í Seðlabankann.

Ég vil sjá Jón Daníelsson, prófessor sem næsta seðlabankastjóra.“

 

Nýjast