Stjórnmálaflokkar í skuldakreppu

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Hringbrautar, skrifar:

Stjórnmálaflokkar í skuldakreppu

Einsog hefur komið fram í frétt í Þjóðbraut og hér á síðu Hringbrautar skulda stjórnarflokkarnir samtals 660 milljónir króna. Það er samkvæmt síðustu ársreikningum sem þeir hafa skilað, sem eru fyrir árið 2014. Samfylkingin verst og fæst ekki til að gefa upp hver fjárhagsstaða flokksins er.

Þetta eru þeir flokkar, auk Bjartrar framtíðar, sem samkvæmt skoðanakönnunum muni missa fylgi í komandi kosningum sem hefur þær afleiðingar að ríkisstyrkir minnka. Þeir ráðast af kjörfylgi. Því meira fylgi, því hærri ríkisstyrkir.

Aðrir flokkar eru betur settir, í fleiru en einu tilliti. Þær auka fylgsi sitt og fjárhagsstaða þeirra er allt önnur betri.

Framsókn skuldar um 250 milljónir króna, sem er mikið, en eignir flokksins eru metnar ögn hærra. Sjálfstæðisflokkurinn skuldar 410 milljónir, sem getur ekki annað en verið flokkknum til vandræða, en eignir hans eru metnar á 770 milljónir. Síðar skýrist hvers fjárhagsstaða Smfylkingarinnar er.

Það er stutt til kosninga og erfiður fjárhagur gerir þeim bágt að berjast. Tryggð fólks við flokka er ekki sú sama og áður og eitt af því sem verður forvitnilegt að fylgjast með er hvernig flokkarnir reka sína kosningabaráttu. Giskað er á að þeir skuldugu, sem og aðrir flokkar, auki skuldir sínar á komandi vikum og mánuðum.

Sigurjón M. Egilsson.

Nýjast