Steingrímur flutti í glæsihýsi í Kópavogi: Kostaði skattgreiðendur 27 milljónir árið 2019 – fær húsnæðisstyrk og 22 milljónir í laun

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, kostaði skattgreiðendur 27 milljónir á síðasta ári. Alþingi hefur nú birt allar launagreiðslur fyrir árið 2019. Þar kemur í ljós að Steingrímur var með rétt tæpar 22 milljónir í laun á síðasta ári. Hann fékk tæpar 200 þúsund krónur í jólabónus og fékk einnig net og síma greiddan sem og tæplega 450 þúsund í fastan starfskostnað.

Þá fékk Steingrímur 1.6 milljón króna í húsnæðis og dvalarstyrk þrátt fyrir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu í rúm þrjátíu ár. Fyrst í tugi ára í Breiðholti en hann flutti á milli kjördæma veturinn 2018 og færði sig í Kópavog. Steingrímur er með lögheimili á Gunnarsstöðum Þistilfirði og vakti frétt DV mikla reiði að þingmaðurinn fengi þessa þessa upphæð aðeins vegna þess að hann bauð fram á landsbyggðinni. Um er að ræða fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna og skiptir engu máli þó þingmenn búi ekki úti á landi. Er Steingrímur ekki sá eini sem fær þessa greiðslu frá Alþingi og hefur það verið gagnrýnt lengi að þingmenn sem nái kjöri á landsbyggðinni skuli fá 1.6 milljónir í húsnæðisstyrk á ári eða 134 þúsund á mánuði. Steingrímur sagði á sínum tíma við DV:

„Ég fæ greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað eins og yfirleitt aðrir landsbyggðarþingmenn, en hef aldrei sótt um álagsgreiðslur vegna tvöfalds heimilishalds.“

Steingrímur bjóð í tugi ára í Breiðholti. Í þessu húsi Steingríms var arinstofa og fataherbergi.

Steingrímur er nú fluttur úr höllinni í Breiðholti þar sem var að finna arinherbergi og fataherbergi. Hann er nú búsettur í Ennishvarfi í Kópavogi. Húsið er ekkert slor en það var sett á sölu árið 2018 á rétt tæpar 90 milljónir króna.Húsið var sett á sölu á 88.5 milljónir. Þá var fasteignamat 74.1 milljón. Það hefur nú hækkað um tíu milljónir frá árinu 2018.

Glæsihýsið er 217.5 fermetrar að stærð og byggt árið 2006. Garður stór og fallegur og vel hirtur.  Í lýsingu segir:

„Komið er inn í rúmgott anddyri með fallegum fataskápum og náttúruflísum á gólfi. Til vinstri er  bjart forstofuherbergi með eikarparketi á gólfi. Úr anddyri er komið inn í alrými með eldhúsi, borðstofu, stofu. Í eldhúsi er  falleg ljós eikarinnrétting með graníti á borðum.“

Á gólfum er eikarparket og stofa með stórum og miklum gluggum og stórri rennihurð út á verönd. Um hjónaherbergið segir sem er mjög rúmgott:

„Eikarparket er á gólfi og rennihurð út í garð. Inn af hjónaherbergi er baðherbergi og fataherbergi. Baðherbergið er með flísum, hornbaðkari og sturtu, eikarinnréttingu með granít á borði.“

„Inn af alrými er lítið hol þar sem gengið er inn á flísalagt baðherbergi með eikariréttingu og sturtu, stórt svefnherbergi með fataskáp. Þvottahús með góðum innréttingum og vinnuaðstöðu, inn af er tvöfaldur rúmgóður bílskúr með góðum gluggum og útgangi út á plan.“

Nú býr Steingrímur í þessu glæsilega húsi í Kópavogi - Fasteignamat er 84,250,000

Steingrímur bjó eins og áður segir í Breiðholti í einbýlishúsi sem var 314 fermetrar. Það má því segja að forseti þingsins hafi minnkað við sig því höllin í Kópavogi er 217 fermetrar. Húsið í Breiðholti var metið á hátt í 100 milljónir. Til að standa straum af kostnaði við að búa í húsinu fær hann 134 þúsund krónur á mánuði.

Steingrímur er jarðfræðingur og fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV sem hefur langmestu reynsluna á Alþingi. Fór hann þar fyrst inn árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið og síðan um aldamótin fyrir VG. Hann hefur gegnt mörgum ráðherraembættum, þekktastur sem fjármálaráðherra á árunum eftir hrun. Hringbraut mun skoða launagreiðslur og önnur hlunnindi fyrir síðasta ár og er Steingrímur J. Sigfússon fyrstur í röðinni.

Laun Steingríms og aðrar greiðslur árið 2019:

Laun: 21.915.276 milljón

Desemberuppbót: 181.887

Samtals: 22.097.163

Fastar greiðslur:

Húsnæðis og dvalarkostnaður á árinu 1.608.492

134.041 á mánuði. Um þennan lið segir á vef Alþingis:

Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.

Starfskostnaður:

Endurgreiddur starfskostnaður: 33.652

Fastur starfskostnaður:  446.348 eða 40 þúsund á mánuði

Starfskostnaðargreiðslu er ætlað að standa undir ýmsum starfstengdum útgjöldum, svo sem vegna ráðstefna, námskeiða og leigubíla.

Samtals: 480.000

Ferðakostnaður innanlands:

Ferðir með bílaleigubíl: 240,708

Alþingismanni er að jafnaði heimilt að nota bílaleigubíl til fundarferða þegar vegalengd á fundarstað er a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð.

Flugferðir og fargjöld innan lands: 525,083

Gisti- og fæðiskostnaður innan lands: 51,579

Ferðakostnaður innan lands samtals 817,370

Ferðakostnaður utan lands

Flugferðir utan lands: 925,623

Gisti- og fæðiskostnaður utan lands: 333.384

Dagpeningar: 721,222

Ferðakostnaður utan lands samtals 1,980,229

Sími og netkostnaður: 91.420

Samtals kostaði Steingrímur J. Sigfússon skattgreiðendur samtals 27 milljónir á árinu 2019 eða uppá krónu:

„27,074,674.“