Stefán ólafsson segir aðeins einn mann geta keppt við guðna í kosningunum í sumar

Á föstudaginn skrifaði Stefán Ólafsson um forseta Íslands og segir mikla gleði ríkja með Guðna Th. Jóhanesson:

„Um 80% kjósenda segjast vera ánægðir með störf hans. Að öðru jöfnu ætti þetta að þýða að enginn gæti ógnað honum í forsetakjörinu í sumar,“ skrifar Stefán.

En hann spyr sig hvort það sé ekki einn maður sem gæti keppt við Guðna:

„Það væri þá helst ef fiskikóngurinn myndi gefa kost á sér. Sá er með atkvæðamestu mönnum landsins. Fulltrúi glaðværða og hollustu og nálægur á hverjum degi í auglýsingatímum ríkisútvarpsins. Hann yrði án efa sterkur frambjóðandi.“