Sonja backman er látin

Sonja Backman lést á líknardeild Landspítalans þann 5. október síðastliðinn eftir stutt og erfið veikindi. Sonja var 81 árs gömul. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Birgir Ísleifur Gunnarsson.

\"\"

Sonja Backman

Sonja ólst upp hjá föðurömmu sinni og afa og starfaði lengst af við skrifstofustörf. Fyrst vann hún á Lögfræðistofu Páls S. Pálssonar en síðar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þá starfaði hún einnig sem skrifstofustjóri Skóla Ísaks Jónssonar í tæpan aldarfjórðung.

\"\"

Birgir Ísleifur Gunnarsson eiginmaður Sonju

Sonja var virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sat meðal annars í stjórn Hvatar, félagi Sjálfstæðiskvenna.

Þá fylgdi Sonja Birgi, eiginmanni sínum í gegnum feril hans sem borgarstjóri menntamálaráðherra og seðlabankastjóri. Eignuðust þau fjögur börn. Björgu Jónu, Gunnar Jóhann og tvíburana Lilju Dögg og Ingunni Mjöll en Lilja Dögg er þroskahömluð og barðist Sonja fyrir því að hún fengi sambærilega þjónustu og skólagöngu og heilbrigð börn. Sú barátta mótaði líf fjölskyldunnar. Sonja og Birgir eiga níu barnabörn og sjö barnabarnabörn.