Skjótt skipast veður í lofti: myndskeið tekið klukkan 11:55 og annað 12:40 - sjáðu myndböndin

Bragi Þór Valsson tónlistarkennari sem búsettur er á Hólmavík birti á Facebook-síðunni tvö myndskeið sem sýna hversu skjótt skipast veður í lofti. Strandir eru eina svæðið sem merkt er með rauðu af Veðurstofunni og er það í fyrsta sinn sem slík merking er notuð.

Fyrra myndskeiðið er tekið klukkan 11:55 og þá er aðeins farið að blása í bænum. Hið síðara er tekið um klukkutíma síðar eða klukkan 12:40 og þá sést varla á milli húsa.