Sjötug kona rekin í Breiðholti eingöngu vegna aldurs: „Ákvörðunin gengur eins langt og harkalega og mögulegt er“

Sjötug kona rekin í Breiðholti eingöngu vegna aldurs: „Ákvörðunin gengur eins langt og harkalega og mögulegt er“

Sjötug kona hefur stefnt Degi B. Eggertssyni fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir að henni var sagt upp störfum hjá Breiðholtsskóla. Þar starfaði konan sem kennari við góðan orðstír. Konunni var sagt upp því hún varð sjötíuára. Krefst konan þess að uppsögnin verði dæmd ógild eða fái eina og hálfa milljón í miskabætur sem og að borgin verði dæmd skaðabótaskyld. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Landssambands eldri borgara, sem rekur málið, segir í stefnunni:

„Vorið 2019 tilkynnti skólastjóri Breiðholtsskóla stefnanda að starfslok hennar yrðu þegar skólaárinu lyki. Ástæða starfslokanna var einungis sú að stefnandi væri orðin 70 ára gömul.“

Uppsögnin er að sögn lögmanns byggð á ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en lögin eigi ekki við um konuna þar sem hún sé ekki starfsmaður ríkisins. Í stefnunni segir:

„Ákvörðunin gengur eins langt og harkalega og mögulegt er og skerðir réttindi starfsmanns að öllu leyti án nokkurrar málefnalegrar ástæðu [...] Aldur segir enda ekkert til um það hversu hæfur viðkomandi einstaklingur er til þess að sinna tilteknu starfi. Það er því ómálefnalegt að ákveða að 70 ára fólk geti ekki sinnt starfi af þeirri einu ástæðu að það er orðið 70 ára.“

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Nýjast