Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn: Af hverju leiddi Vg hagsmunaklíku hinna auðugu aftur til valda

Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn: Af hverju leiddi Vg hagsmunaklíku hinna auðugu aftur til valda

„Már Guðmundsson hættir í Seðlabankanum síðar á árinu. Margt misjafnt hefur verið sagt um Má, en það mætti kannski spyrja í ljósi þessa hvort hann hafi ekki bara verið nokkuð góður seðlabankastjóri – og örugglega betri en pólitíkusarnir sem áður vermdu stólana í Seðlabankanum?“

Þetta segir Egill Helgason í pistli á Eyjunni. Þar fjallar Egill um Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar sem birt var í helgarblaði Morgunblaðsins en þetta er aðra vikuna í röð sem Davíð gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn í Morgunblaðinu. Þá sagði í annarri frétt Hringbrautar að átök í Sjálfstæðisflokknum virðast nú eiga sér stað fyrir opnum tjöldum. Egill Helgason vitnar í skrif Davíðs en í Reykjavíkurbréfinu sagði meðal annars:

„Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði bæði gefið til kynna og sagt ýmsum frá að hann ætlaði sér ekki að endurskipa Má Guðmundsson þegar að því kom árið 2014. Þegar að þessu dró var ráðherrann staddur fyrir norðan, sennilega á Siglufirði, og hringdi í menn og upplýsti þá, og þar á meðal ritstjóra Morgunblaðsins, að vegna óvænts flækjustigs sem upp hefði komið (sem ekki verður farið út í hér) hefði hann ekki náð að gera breytingarnar sem hann hefði margboðað. Hann myndi því skipa Má og skipunarbréfið gæfi til kynna að það yrði til fimm ára.

Hins vegar væri sameiginlegur skilningur á því að skipunin stæði í hæsta lagi til eins árs. Ekki voru endilega allir mjög trúaðir á þennan málatilbúnað. En samkvæmt minnispunktunum sagði ráðherrann efnislega á þessa leið: Þessu mega menn treysta og Már gerir sér grein fyrir þessu og mun birta yfirlýsingu sem í raun staðfestir það sem ég er að segja.“

Illugi Jökulsson rithöfundur birtir pistil Egils á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir bæði Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn. Segir Illugi að þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

„Þegar að mikilvægum ákvörðunum kemur, þá er hringt í „ýmsa ... menn“. Af hverju leysti VG þennan spillingarflokk úr flækjunni sem hann var kominn í eftir síðustu kosningar, og leiddi hagsmunaklíku hinna auðugu aftur til valda?“ spyr Illugi og bætir við að lokum:

„Af hverju heldur fólk áfram að kjósa þennan flokk, sem alltaf tekur hagsmuni „ýmissa manna“ úti í bæ fram yfir hagsmuni þjóðarinnar.

Nýjast