Sigríður Andersen: Kirkjan á að vera duglegri að laða til sín fylgjendur

Sigríður Andersen: Kirkjan á að vera duglegri að laða til sín fylgjendur

„Það er óhjákvæmilegt að kirkjan veiti sáluhjálp. Það er hins vegar þunn lína sem stíga þarf yfir vilji menn fara í eitthvað allt annað en að boða erindið. Ég held að það sé ærið verkefni fyrir kirkjuna að spyrja sig hvort hún er nógu upptekin af því að boða erindið eða hvort önnur störf séu orðin því yfirsterkari.“

Þetta segir Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hún ræddi stöðu kirkjunnar við sunnudagsblað Morgunblaðsins. Sigríður segir að hlutverk kirkjunnar hafi ekkert breyst í gegnum tíðina. Hún segist skynja að sumir upplifi sig þannig að þeir þurfi ekki eins á kirkjunni að halda og þeir gerðu hér áður fyrr.

„Ég held að það sé ærið verkefni fyrir kirkjuna að spyrja sig hvort hún er nógu upptekin af því að boða erindið eða hvort önnur störf séu orðin því yfirsterkari,“ segir Sigríður og bætir við að kirkjan þurfi að íhuga hvert hlutverk hennar sé í samfélaginu. Að hennar mati er aðlaðandi að vera hluti af kristilegu samfélagi og kirkjan megi vera duglegri að laða til sín fylgjendur. Þá sagði Sigríður einnig:

„Þeir geta ekki beðið eftir að fólkið detti af himnum ofan í kirkjuna, það gerist ekki þannig og ég held það sé alveg ágætt að það gerist ekki þannig. Vegna þess að kirkjan á að vera úti á meðal fólks.“

Nýjast