Feitasti biti samtryggingarkerfisins

Jakob Bjarnar blaðamaður á visir.is skrifar: „Þó mest hafi farið fyrir umræðu um dólgsleg ummæli sexmenninganna sem sátu að sumbli á Klaustur bar að kvöldi 20. nóvember virðist fundurinn hafa haft skýran tilgang og sá tilgangur grundvallast á grímulausum hugmyndum um rótgróna spillingu sem kenna má við samtryggingarkerfi stjórnmálanna. Það að rakka niður ýmsa samstarfsmenn sína á þinginu og utan þess var meðal annars liður að því marki og til undirbyggingar hollustu. Margir hafa talið þessa samtryggingu blasa við, eins og síðar kemur fram í þessari umfjöllun, samtryggingu flokkanna sem er vitaskuld ekkert annað en spilling og Klausturupptökurnar staðfesta þetta“.

Enn fremur skrifar Jakob: „Tilgangurinn, af upptökunum að dæma, var að fá þá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason yfir í raðir Miðflokksins, til að styrkja stöðu sína gagnvart því góssi sem menn telja stjórnmálin snúast um. Ólafi og Karli Gauta var lofuð hlutdeild í gæðunum“.

Nánar á  http://www.visir.is/g/2018181209581