Segir nýjustu skýrsluna í braggamálinu vera „enn meira sjokkerandi“

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn munu leggja til að borgarstjórn samþykki að vísa skýrslu innri endurskoðunar, um skjalavörslu í braggamálinu svokallaða, til héraðssaksóknara og lögreglu til að rannsaka hvort embættisbrot og brot í opinberu starfi hafi verið framin

Skjalavarsla í braggamálinu var ekki í samræmi við lög og reglur og segir því Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólkisins, að nauðsynlegt að fá einhverja lúkningu í braggamálið.

Kolbrún segir að niðurstöðurnar úr nýjastu skýrslunni frá borgarskjalaverði um braggamálið séu afdráttarlausar og „enn meira sjokkerandi en skýrsla innri endurskoðunar sem kom út í fyrra.“

Kolbrún skrifar um svörtu skýrsluna svokölluðu í færslu sem sem hún birti á Facebook í dag.

„Niðurstöður eru afdráttalausar. Skjalavarsla var ekki í samræmi við lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Þess vegna verður gerð önnur önnur tilraun á fundi borgarstjórnar næstkomandi þriðjudag og lagt til að braggamálið í heild verði vísað til héraðssaksóknara og lögreglu eftir atvikum,“ skrifar Kolbrún og birti eftirfarandi skjáskoti úr greinargerð tillögunnar. 

87671853_10221204833980503_3098954509066436608_o.jpg

Bragginn hefur verið gríðarlega umdeildur en skýrslur innri endurskoðanda hafa dregið upp dökk mynd af byggingu braggans í Naut­hóls­vík og eftir­liti með verk­efninu.
Bragginn kostaði 425 milljónir króna en 352 milljónum var út­hlutað til verk­efnisins.

Hvergi virðist hafa verið fylgst með að ekki yrði farið fram úr sam­þykktum fjár­heimildum við verk­efnið og þess ekki gætt að sækja við­bótar­fjár­magn áður en stofnað var til kostnaðar, sem er brot á sveitar­stjórnar­lögum og reglum borgarinnar.

Upplýsingar um fram­kvæmdina til borgar­ráðs eru ekki taldar hafa  verið á­sættan­legar. Dæmi eru um að villandi eða jafn­vel rangar upp­lýsingar hafi farið til ráðsins auk þess sem borgar­ráð var ekki nægi­lega upp­lýst um fram­vindu mála.