Segir nýjan meirihluta að myndast

Ruv.is fjallar um

Segir nýjan meirihluta að myndast

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Miðflokkinn orðinn fjórða hjólið undir ríkisstjórninni eins og mál hafa skipast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og víðar. Hún neitar því að minnihlutinn í nefndinni hafi ekki getað leyst fomannsmál þar og að svo virðist sem gera eigi Bergþóri Ólasyni kleift að taka aftur við formennsku síðar.
 Bergþór Ólason formaður nefndarinnar vék úr formennsku vegna Klausturmálsins. Samkomulag er á þingi um að stjórnarandstaðan fari með formennsku í þremur fastanefndum og lagði minnihluti nefndarinnar til að annar Miðflokksmaður, sem ekki tengdist Klausturmálinu, tæki við formennsku. Ekki náðist samkomulag um það og lagði minnihlutinn þá til að formennskan færðist yfir til Viðreisnar, sem heldur ekki var samþykkt. Að endingu var tillaga Berþórs sjálfs um að Jón Gunnarsson tæki við formennsku samþykkt en Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG var á móti ásamt minnihlutanum. Formaður Framsóknarflokksins sagði í fréttum RÚV í gær að meirihlutinnhafi axlað ábyrgð með því að taka stjórnina því minnihlutinn hafi ekki getað tekið á málinu.
Nánar á
 

Nýjast