SALVÖR NORDAL FER EKKI FRAM TIL FORSETA

Tíðindi af baráttunni um Bessastaði:

SALVÖR NORDAL FER EKKI FRAM TIL FORSETA

Salvör Nordal siðfræðingur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem frambjóðanda til embættis Forseta Íslands. Þetta upplýsir Salvör á facebook-síðu sinni í kvöld.

Þar segir Salvör m.a. að hún hafi íhugað málið mjög alvarlega með fjölskyldu sinni. Niðurstaðan sé nei. Hún muni áfram vinna að fyrri áherslu sinni á lýðræði og siðfræði við Háskóla Íslands. Hún þakki hvatningu og stuðning af heilhug.

Í greiningu Verdicta sem Hringbraut sagði frá um helgina hlaut Salvör hæstu einkunn sem frambjóðandi.

Þau tíðindi hafa nú gerst með örfárra daga millibili að tvær af frambærilegustu konum landsins skv.skoðanakönnunum til embættis forseta hafa sagt sig frá baráttuni, Katrín Jakobsdóttir sl. föstudag og nú Salvör.

Nýjast