Sakar Báru um að ljúga í Morgunblaðinu

Eyjan.dv.is er með þessa frétt

Sakar Báru um að ljúga í Morgunblaðinu

Aftur heggur höfundur Reykjavíkurbréfs, sem birt er í Morgunblaðinu, í átt að Báru Halldórsdóttur. Bára er eins og flestum er nú kunnugt um konan sem tók upp samræður sex þingmanna á Klausturbar. Bára sendi síðan upptökurnar á DV, Stundina og Kvennablaðið. Í kjölfarið fóru tveir þingmenn í leyfi, aðrir tveir reknir úr sínum flokki og samfélagið lagðist á hliðina.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fjallaði fyrst um Báru í lok nóvember en þá vissi enginn hennar rétta nafn. Skoðun Davíðs var að rangt hefði verið af Báru að taka samtölin upp. Í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag er aftur fjallað um Báru en hún er 42 ára öryrki sem glímir við sjaldgæfan gigtarsjúksdóm. Í samtali við Stundina lýsti Bára sér með þessum hætti:

„Ég á son, hund, tvo ketti og konu. Ég sinni fræðslu og réttindabaráttu fyrir langveika og öryrkja eftir því sem ég get, aðallega í gegnum samfélagsmiðla.“ 

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/12/16/sakar-baru-um-ad-ljuga-morgunbladinu-saklausir-einstaklingar-meiddust-mjog/

Nýjast