Sagður hafa skotið 14 álftir: „Vonandi stoltur af bráðinni og að familían hans elski að éta álftakjöt“

Sagður hafa skotið 14 álftir: „Vonandi stoltur af bráðinni og að familían hans elski að éta álftakjöt“

„Geggjað flottur dagur hjá þessum vonandi stoltur af bráðinni og vona að familían hans elski að éta Álftakjöt. Ábyggilega allir megastoltir af svona fávitum. Held að þessi eigi ekki skilið að hafa byssuleyfi hann eys skítnum yfir stétt sportveiðimanna á Íslandi það er bara þannig.“

Þetta segir Guðmundur Hjörtur Falk Jóhannesson fuglaljósmyndari. Hann birti mynd á Skotveiðispjallinu á Facebook þar sem sjá má 13 dauðar álftir. Guðmundur tjáir sig einnig við vef Fréttablaðsins og greinir frá því að hann hafi fengið myndina senda nafnlaust. Hann bætir við að hann sé öruggur á því að myndin hafi verið tekin á Íslandi. Í skotti bílsins sjáist Kristal-dósir og íslenskan ryðvarnarlímiða á afturrúðunni. Guðmundur bætir við að engu skipti hvort myndin hafi verið tekin fyrir tveimur árum eða nú fyrir skömmu. Íslenska álftin er alfriðuð hér á landi.

Miklar umræður eiga sér stað um myndina á Skotveiðispjallinu. Þar á bæ hneykslast veiðimenn á ódæðinu á meðan fjöldi annarra finnst það þjóðþrifaverk að skjóta fuglinn.

Guðmundur Kort Kristjánsson segir þar: „Álftin er skaðræðis dýr með sín ryðguðu hljóð matfugl til marga alda sveltandi forfeðra okkar því ber að níta hana einsog aðra fugla og til að verja tún bænda frá þessum vargi.“  Annar meðlimur telur að álftirnar hafi ef til vill flogið á rafmagnslínu á meðan veiðimaður að nafni Bjarki Þór finnst að eigi að drepa álftina og hún sé vargur í hans huga. Fjölmargir veiðimenn taka undir það.

Guðmundur Hjörtur, upphafsmaður innleggsins er á öðru máli og segir: „Ég á eiginlega ekki til nógu sterk orð um hvað menn geta verið illa þokkaðir og smíðaðir í hausnum. Mín skoðun svifta hann byssuleyfi tjái mig ekki frekar um þetta.“

Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið.

„Ef menn geta staðfest þetta lögbrot, að það sé alveg óyggjandi að þessar fuglar hafi verið skotnir hér, þá er næsta mál að kæra þennan atburð.“

 

Nýjast