Frosti og máni: pólitíkusunum og femínistunum er slétt sama um láglaunakonuna

Almennt séð er pólitíkusunum á Íslandi slétt sama um láglaunakonuna og kjör hennar - og vel að merkja, þetta á líka við um femínistana og allar vel klæddu talskonur jafnlaunavottunarinnar í landinu. Vandinn er bara sá að stjórnmálin í landinu eru að verða hugsjónalaus.

Það er á þessum nótum sem Harmageddonbræðurnir Frosti Logason og Máni Pétursson á X-inu tala í ritstjórahluta fréttaþáttarins 21 í kvöld og sem fyrr er enga tæpitungu að hafa úr þeirra kjafti, en eftir 12 ára úthald með vinsælan útvarpsþátt sinn segja þeir fullum feti að risið hafi sjaldan eða aldrei verið jafnt lágt á stjórnmálamanninum hér á landi; ef hann þori orðið í viðtal, segi hann helst sem fæst - og raunar finnist honum það orðið þægilegra að senda upplýsingafulltrúann í viðtalið í sinn stað.

Í þættinum er einnig rætt um innflytjendamálin, verkefni nýs útvarpsstjóra, sköpunarkraftinn í þjóðinni og persónuleikaprófið hans Kára Stefánssonar sem Íslendingar elska.

Allt saman klukkan 21:00 í kvöld.