Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á íslandi vegna kórónuveirunnar - upp kom grunur um tilvik hér á landi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna kórónuveirunnar. RÚV greinir frá þessu. Það hefur verið staðfest af kínverskum heilbrigðisyfirvöldum að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Hafa kínversk yfirvöld gripið til þeirra ráða að stöðva allar lestir og hópferðabíla úr borginni Wuhan, en veiran greindist fyrst þar. Veiran breiðist mjög hratt út en í lang flest tilvika greinist veiran enn sem komið er mest í Kína, Yfirvöld í fjölmörgum löndum, meðal annars Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu hafa staðfest að veiran hafi fundist.  
 
Allir farþegar sem fara í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar fá leiðbeiningar um hvað skuli gera, hafi þeir dvalið í Kína síðastliðinn hálfan mánuð. Er þeim sagt meðal annars að fylgjast sérstaklega með heilsu sinni og hafa samband við lækni ef þeir eru með einkenni veirunnar. Þau eru hiti, hósti og eiga erfitt með öndun. Grunur kom upp um eitt tilfelli hér á landi. Var þar um að ræða ferðamann sem hafði samband við lækni vegna flensueinkenna.  Við nánari athugun reyndist hann ekki vera með kórónuveiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er unnið að því að koma leiðbeiningum á alla gististaða á landinu. Þá er þess beðið að Sóttvarnarstofnun Evrópusambandsins sendi frá sér nýja tilkynningu um stöðuna sem hefur komið upp vegna veirunnar. Verður þar metið hvaða viðbragða stofnunin muni grípa til vegna útbreiðslu á veirunni.