Réttarhöldum yfir gunnari jóhanni frestað - heldur því fram að hann hafi ekki gripið í gikkinn

Réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem grunaður er um að hafa skotið bróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson með haglabyssu í Noregi í lok apríl hefur verið frestað.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Bjørn André Gulstad, verjandi Gunnar að meðferðinni hafi verið frestað fram í mars en hana átti að taka fyrir nú í byrjum desember. Tafir hafa orðið á ákæru vegna þess að ákæruvaldið hefur ekki enn farið yfir öll gögn málsins en Gulstad segir Gunnar halda því fram að um hræðilegt slys hafi verið að ræða.

Gísli fékk skot úr haglabyssu í lærið og blæddi honum út en fyrir atvikið hafði Gunnar verið í nálgunarbanni frá bróður sínum vegna grófra hótana í garð hans.

Gulstað segir Gunnar hafa verið samvinnuþýðan og að fyrir dómi muni hann halda því fram að hann hafi ekki gripið sjálfur í gikkinn. Hann hafi ógnað bróður sínum en bróðir hans gripið til varna sem leiddi til þess að skot hljóp úr byssunni fyrir slysni. Segir hann ásetning Gunnars aldrei hafa verið að vinna bróður sínum mein.