Rekin úr vinnu á Neskaupstað: Tóku upp klámmyndband – „Svo verður það sífellt blárra og loks alveg dökkblátt“

Rekin úr vinnu á Neskaupstað: Tóku upp klámmyndband – „Svo verður það sífellt blárra og loks alveg dökkblátt“

Klámmynd var tekin upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Þaðan fór það í dreifingu á Pornhub, sem er vinsælasta klámsíða heims. Var myndskeiðið þar í stuttan tíma. Þetta kemur fram á Austurfrétt. Einn heimildarmanna segir sem sá myndbandið.

„Þetta er saklaust í byrjun, svo verður það sífellt blárra og loks alveg dökkblátt.“

Á vef Austurfréttar segir:

„Það (byrjar) á venjulegum náttúrulífsmyndum frá ferðinni austur á landi. Parið sést síðan ganga nakið um ganga skólans, áður en það heldur inn í ákveðin rými hússins þar sem leikar taka að æsast. Ekki leynir sér hvar myndskeiðið er tekið upp af þeim sem þekkja til.“

Myndskeiðið fékk nokkur þúsund áhorf á klámsíðunni. Þau sem tóku upp myndskeiðið voru starfsmenn á hótelinu. Hákon Guðröðarson, hótelstjóri, óskaði eftir að parið fjarlægði myndskeiðið og rak síðan fólkið úr vinnu.

Nýjast