Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Allt frá 1. júlí 2014 hefur þeim sem greiða í séreignarsjóð staðið til boða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Greiðslurnar eru þá undanþegnar skatti. Ekki er unnt að nýta tilgreinda séreign með þessum hætti.  Forsenda þess að geta nýtt heimildir til skattfrjálsrar innborgunar séreignar til lækkunar húsnæðislána og húsnæðiskaupa er að umsækjandi sé með samning um séreignarsparnað og að iðgjöld séu greidd reglulega.

Sjóðfélögum almennt sem greiða í séreignarsjóð stendur til boða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á höfuðstól láns vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Greiðslurnar eru þá undanþegnar skatti og fara óskertar inn á höfuðstól lánsins og minnkar því greiðslubyrði lántaka ásamt að eignamyndun myndast mun hraðar. 

Umsækjandi verður sjálfur að skila inn umsókn, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar.

Eftirfarandi úrræði eru tímabundin til 30. júní 2021 nema að Alþingi muni framlengja úrræðin sem hefur verið reyndin undanfarin ár.  Úttekt séreignarsparnaðar getur aldrei verið hærri en sem nemur innborgunum á vinnutímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2021. Séreign er greidd inn á lán frá þeim mánuði sem umsókn berst og verður framkvæmdin eftir það sjálfvirk.

Birta lífeyrissjóður er með gagnlegar upplýsingar fyrir félagsmenn og alla þá sem eru áhugasamir almennt um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán á vefsíðu sinni. 

Sjá má nánari upplýsingar inn á eftirfarandi vefslóð Birtu lífeyrissjóðs https://birta.is/sereign/husnaedissparnadur/