Pistlar

Bjartmar Alexandersson

Sanna Magdalena skrifar:

Sanna var að rölta fram hjá skólanum þegar var kallað: „Hey negri ég skeit á þig áðan“

Hey negri ég skeit á þig áðan, sagði unglingsstrákurinn þegar hann gekk fram hjá mér og vinkonum mínum. Við vorum að rölta fram hjá skólanum okkar og vorum sennilega 12-13 ára, og hann nokkrum árum eldri, strákur úr sama skóla og við. Ég býst við því að hann hafi verið að vísa í mig, dökku stelpuna og einhvers konar hugmyndir um óæðri samfélagsskipan fólks með dökkan húðlit sem hann líkti við saur.