Óþekkta konan stígur fram og opinberar grunsamlega smáhlutinn

Óþekkta konan stígur fram og opinberar grunsamlega smáhlutinn

Ragnheiður Erla Björnsdóttir / Mynd: Facebook
Ragnheiður Erla Björnsdóttir / Mynd: Facebook

„Þetta var ég, það passar,“ segir Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónlistarkona og vinkona Báru Halldórsdóttur, í samtali við Stundina. Ragnheiður Erla hafði farið á æfingu Rauða skáldahússins að kvöldi 20. nóvember síðastliðins, æfingu sem Bára ákvað að skrópa á þegar hún varð vitni að viðræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins, sem varð þess valdandi að Bára ílengdist á Klaustur bar.

Fjórir þingmenn Miðflokksins og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, höfðu velt vöngum yfir því að óþekkt kona hafi gengið framhjá barnum, litið inn og átt orðaskipti við Báru þetta kvöld. Í bréfi Reimars fyrir hönd þingmannanna til Persónuverndar, þar sem farið var fram á frekari gagnaöflun í málinu, er minnst á smáhlut sem óþekkta konan hafði meðferðis og ljósan mun, sem væri hugsanlega mappa, tölva, eða spjaldtölva.

„Ég var með lítinn hlut meðferðis, litla skopparakringlu,“ útskýrir Ragnheiður og heldur áfram: „Ég er oft með hana og ég man að ég var með hana þarna. Þetta er sem sagt hlutur sem ég fékk í gjöf frá fólkinu mínu úti í Austurríki. Ég er mikið í Austurríki og vinn þar. Þau gáfu mér þetta og sögðu að lífið snerist hring eftir hring en ég ætti alltaf samastað hjá þeim.“

Ragnheiður segir við Stundina að hún eigi ekki spjaldtölvu og að hana reki ekki minni til þess að hafa verið með tölvuna sína meðferðis. „Hinn hluturinn gæti hins vegar verið ljóðabókin mín, það er líklegast.“

Ítarlega er fjallað um málið á Stundinni.

Við minnum á Facebook-síðu Hringbrautar. Þar er að finna áhugaverðar fréttir og þá er ýmislegt spennandi framundan fyrir vini Hringbrautar. SMELLTU HÉR og vertu vinur okkar á Facebook.

Nýjast