Óskar Ellert er látinn

Óskar Ellert er látinn

Óskar Ellert Karlsson eða Skari skakki eins og hann var gjarnan kallaður er látinn. Skari fæddist 28. Júlí 1954 og var tæplega 65 ára þegar hann lést.

Skari var einn af þeim mönnum sem setti svip sinn á bæinn. Líkt og kemur fram á DV taldist Skari til utangarðsmanna en var þekktur af einstöku ljúflyndi, kurteisi og fágun í framkomu. Óskar þótti með skemmtilegri mönnum.

Á unga aldri blómstraði hann við ýmis störf, meðal annars sem fyrsti launaði hljómsveitarótarinn hér á landi.

Friðgerður Guðný Ómarsdóttir minnist Skara á Facebook. Þar segir hún:

 Við Óskar vorum systkinabörn, hann var sonur Sigrúnar sem var elsta systir pabba. Hann var svo ótrúlega mannglöggur, þó það liðu oft nokkur ár á milli þess að ég rækist á hann þá þekkti hann mig alltaf [...] Athöfnin í dag var falleg, einhvern veginn í hans anda. Eitt af hans uppáhaldslögum var spilað, Undir gömlum árabát er næturstaður manns. Blessuð sé minningu þín elsku frændi.“

Nýjast