„Ömurleg árás“ - Vegatollar bitna á láglaunafólki – Hin blönku verða blankari svo að hin ríku geti haldið áfram að græða“

„Ömurleg árás“ - Vegatollar bitna á láglaunafólki – Hin blönku verða blankari svo að hin ríku geti haldið áfram að græða“

„Þetta er ömurleg árás á láglaunafólk, fólk sem að til dæmis hefur þurft að flytjast í úthverfi borgarinnar eða jafnvel lengra þar sem það hefur ekki efni á að búa miðsvæðis, en þarf engu að síður að sækja vinnu í borgina,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Á síðustu dögum hefur komið í ljós að ríkisstjórnin hyggst fjármagna átak í vegamálum landsins með víðtækri notkun vegagjalda í stað almennrar skattheimtu.

Segir Sólveig að nefskattar af þessum toga færi byrðarnar af fjármögnun vegaframkvæmda yfir á herðar láglauna- og millitekjufólks en hlífa hátekjuhópum. Þá segir einnig að þeir sem styðji vegatolla hafi oft beinan hag af þeirri leið, bæði í að forðast skattheimtu á sjálfa sig og í von um að fá sneið af köku einkavæðingar. Sólveig segir:

  „Við höfum líka miklar áhyggjur af því að skattalækkunin sem okkur var lofað síðasta vor verði einfaldlega höfð af fólkinu okkar með þessu lúalega nýfrjálshyggjubragði. Svo er auðvitað líka áhugavert, ef svo má orða það, að einkafyrirtæki eiga að fá að græða á þessu öllu og munu fá að sjá um innheimtuna. En það er auðvitað hin gamla saga og nýja; hin blönku verða blankari svo að hin ríku geti haldið áfram að græða.“

Nýjast