Ómar Ragnarsson ók á EDRÚ til Borgarness

Ómar Ragnarsson ók á EDRÚ til Borgarness

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur og fv. Fréttamaður sækir ekki í öryggið og rólegheitin þrátt fyrir að vera að eldast.

Morgunblaðið greinir frá því að Ómar sem nálgast áttrætt hafi á dögunum brugðið sér frá Reykjavík til Borgarness til þess að taka nokkrar lendingar á flugvélinni TF-RÓS. Ómar fór ekki akandi til Borgarness heldur fór hann á vespunni sinni sem ber einkanúmerið EDRÚ.

Segir Ómar í samtali við Morgunblaðið að ökumenn bifhjóla og vespa þyrftu sérstaklega að gæta þess að vera edrú enda væru þeir óvarðari en ökumenn bifreiða. Sé einkanúmerið til þess að minna menn á það.

 

Nýjast