Ólafur gagnrýnir Báru

Eyjan.dv.is er með þessa frétt

Ólafur gagnrýnir Báru

Umræðunni um Klaustursmálið er hvergi nærri lokið. Þegar miðað er við samfélagsmiðla virðist sem að Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn sem tók upp samtal sexmenninganna, njóti nokkurs stuðnings almennings fyrir sinn þátt í málinu. Hinsvegar eru þeir sem líta málið öðrum augum. Einn þeirra er Ólafur Hannesson, fyrrverandi varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi, sem ritar í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „ Húrrandi klikkuð umræða.“

Ólafur segir:

„Það verður nú að segj­ast að það hef­ur verið hjákát­legt að fylgj­ast með umræðunni um Klaust­ursþing­menn­ina svo­kölluðu. Hræsn­in hrein­lega lek­ur af fólki þegar það ræðst gegn þing­mönn­un­um og heimt­ar höfuð þeirra. Þing­menn­irn­ir eru í ómögu­legri stöðu, þeir geta ekki beðist af­sök­un­ar rétt, ekki hjálp­ar ef þeir taka launa­laust leyfi til íhug­un­ar (kost­ar það þó Gunn­ar og Bergþór fleiri hundruð þúsund). Virðist kraf­an vera sú að þau missi vinn­una, öll sem eitt, fyr­ir að talað var með ljót­um hætti í sam­sæti þeirra, jafn­vel burt­séð frá því hverj­ir létu orðin falla. Ef fólk ætti að missa vinn­una fyr­ir að tala ógæti­lega eða verða vitni að slíku þá væri ef­laust um fjórðung­ur lands­manna at­vinnu­laus hverju sinni. Fólk kepp­ist við að lýsa yfir hneyksl­un sinni og heil­ag­leika vegna þess að eng­inn eigi að tala svona. Sann­leik­ur­inn er hins­veg­ar sá að stein­arn­ir fljúga úr gler­hús­um lands­manna. Marg­ir geta ekki einu sinni setið á sér í orðbragði á sama tíma og þeir lýsa frati á þessa sex þing­menn sem sátu Klaust­urs­fund­inn fræga.“

Nánar áhttp://eyjan.dv.is/eyjan/2018/12/14/olafur-gagnrynir-baru-hurrandi-klikkada-umraedu-og-gridrof-thjodfelaginu-stein%C2%ADarn%C2%ADir-fljuga-ur-gler%C2%ADhus%C2%ADum-lands%C2%ADmanna/

Nýjast