Ólafur ákærður vegna ósættis fyrir utan costco

Ólafur Arnar­son, hagfræðingur fyrr­verandi for­maður Neyt­enda­sam­takanna, hefur verið ákærður fyrir að sparka í bílhurð á bílastæðinu við Costco. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en greint var frá þessu á vef Fréttablaðsins.

Ólafur segir að um sé að ræða misskilning sem verði væntanlega leiðréttur fyrir dómstólum. 

„Ég er sakaður um eitt­hvað sem átti sér ekki stað,“ sagði Ólafur um málið.  

Í á­kærunni er krafist þess að Ólafur greiði 214 þúsund krónur fyrir viðgerð á bílnum og hundrað þúsund krónur í skaða­bætur vegna kostnaðar. Ekki er tekið fram hvenær átökin eiga að hafa átt sér stað.