Ögmundur: „Það á að taka kvótann af Samherja þegar í stað“

Ögmundur: „Það á að taka kvótann af Samherja þegar í stað“

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir að það eigi að taka kvótann af Samherja þegar í stað eftir fréttaumfjöllun Kveiks og Stundarinnar um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Ögmundur segir einnig að ekki eigi að horfa eingöngu á þetta sem sakamál heldur verða stjórnmálamenn einnig að taka á þessu máli. 

„Fyrstu viðbrögðin eiga að vera þessi. Það á að taka kvótann af Samherja þegar í stað og það á að hefja þegar í stað að vinda ofan af kvótakerfinu. Það á að fyrna kvótakerfið og ná aftur sjávarauðlindinni til þjóðarinnar. Þetta er það stóra sem á að koma út úr þessu reginhneyksli sem hefur skekið þjóðina núna á undanförnum dögum. Og þá horfi ég til ábyrgðar stjórnmálamanna, það á ekki að beina þessu einvörðungu inn á farveg sakamálarannsóknar, heldur er þetta viðfangsefni stjórnmálanna og það er stjórnmálamannanna að taka á því.“ 

Ögmundur og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar voru gestir í 21 þar sem Samherjamálið var rætt til hlítar. Þáttinn má sé hér að neðan.

Nýjast