Of mikið af sauðum

 

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifar grein um árviss vandræði sauðfjárbænda í Fréttablaðið í dag. Þórólfur er ekki þekktur af meðvirkni með bændum og bregst ekki aðdáendum sínum í grein dagsins. Hann hefur lúslesið greiningu KPMG á stöðu afurðastöðva og hnýtur strax um helstu niðurstöðuna; á Íslandi er framleitt of mikið af lambakjöti og framleiðslan kostar of mikið til að hægt sé að flytja kjötið út. Magnið er of mikið þrátt fyrir að Íslendingar séu afar duglegir að borða lambakjöt, borði árlega tífalt meira af því en meðalmaðurinn í OECD löndunum.

Leggur Þórólfur til að næsta skref ráðuneytisins í málaflokknum verði að dusta rykið af tillögum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og fækka sauðfé í landinu um 30-50%.