Nýnasistar herja á mosfellinga: „þurfum að „taka völdin af alþjóðlegum síonistum“

Límmiðar frá norrænu bandalagi nýnasista hefur verið dreift á ruslatunnur í Mosfellsbæ, meðal annars við skóla í Mosfellsbæ. Fyrir rúmu ári voru samskonar límmiðum dreift í Hlíðarhverfinu í Reykjavík. Stundin greinir frá þessu.

Á heimasíðu nýnasistana er meðal annars vitnað í Adolf Hitler og segist bandalagið aðhyllast þjóðernisfélagshyggju. Bandalagið hefur verið bannað af yfirvöldum í Finnlandi vegna hvatningar til ofbeldis og hatursorðræðu. Þá voru þrír meðlimir samtakanna dæmdir í fangelsi fyrir sprengjuárás sem átti sér í Gautaborg í Svíþjóð. Einnig kemur fram á heimasíðu þeirra að samtökin eru mjög andsnúin orkupakka þrjú og dreifa límmiðum þar sem stendur meðal annars: Orkupakki 3 NEI!

Thomas Brorsen Smidt, setti inn færslu á Facebook-síðu íbúa í Mosfellsbæ í morgun þar sem hann sagðist hafa fjarlægt þessa miða og hvatti aðra íbúa Mosfellsbæjar til þess að gera það sama. Fólk tók vel undir færslu Thomas og sögðu nokkrir íbúar sveitarfélagsins að þeir hafi rifið alla þá límmiða sem þeir hefðu séð í sveitarfélaginu. Thomas segir:

„Jæja, þá eru íslenskir nasístanir mætt í Mosó líka. Fann þetta á Skeiðholtinu. Á heimaasíðunni þeirra má lesa a þau „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ello af Norður-Evrópskum uppruna“ og að við þurfum að „taka völdin af alþjóðlegum Síonistum.“ Ég fjarlægði þessa miða og skora á ykkur að gera það sama.“

\"\"