Ný stjarna fædd?

 

Ásthildur Sturludóttir er nýr bæjarstjóri á Akureyri. Ásthildur hefur verið áberandi í baklandi Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi og hefur víðtækt tengslanet innan flokksins. Undanfarin átta ár hefur hún verið bæjarstjóri í Vesturbyggð í umboði Sjálfstæðisflokksins, en missti starfið í kjölfar kosningasigurs Nýrrar sýnar.

Nú hefur meirihluti Samfylkingar, L-lista og Framsóknar valið Ásthildi til að stýra Akureyrarbæ í þeirra umboði næstu fjögur árin. Með því að tryggja sér starfið sýnir Ásthildur að hún getur teygt sig þvert á flokkslínur, sem er eiginleiki sem margt Sjálfstæðisfólk skortir. 

Auðvitað verður að koma í ljós hvernig samstarf hennar við pólitíska samstarfsmenn hennar gengur, en gangi það vel má búast við að stjarna hennar innan Sjálfstæðisflokksins rísi á næstu árum.