Níðingar deildu nektarmynd af látinni konu: Sögðu að það væri Bára - Átti að vera hefnd vegna Klaustursmálsins

Níðingar deildu nektarmynd af látinni konu: Sögðu að það væri Bára - Átti að vera hefnd vegna Klaustursmálsins

„Í vikunni eftir Hinsegin daga var mér sagt frá því að verið væri að deila nektarmyndum sem ættu að vera af mér á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlun með orðunum hefnd fyrir Klausturmálið. Mín fyrstu viðbrögð voru að flissa. Mér gæti ekki verið meira sama ef slíkar myndir væru í dreifingu.“

Þetta segir Bára Halldórsdóttir en hún er konan sem var á bak við upptökurnar á Klausturbar. Hún greinir frá því á Facebook að nektarmyndir sem áttu að vera af henni hafi verið í umferð á Snapchat. Bára sá myndirnar sjálf og kom þá í ljós að myndirnar voru af konu sem líktist henni og Bára þekkti. Konan sem um ræðir er látin. Bára segir:

„Ég veit ekki til þess að ég eða aðrir hafi tekið slíkar myndir en líklegast væri að þær væru annað hvort eitthvað bull frá því þegar ég var yngri og í flottu formi og þá bara fínt mál, eða einhverjar nýlegar laumumyndir af mér myglaðri heima og þá kannski ekkert spennandi. Ég meina ég er rúmlega fertugur sjúklingur í engu formi. Svo fór ég aðeins að hugsa málið, síðan Klaustur þá hafa margar konur sem eru með svipaðan stíl og ég (gleraugu, þybbnar, stutt í hliðunum og óvenjulega litað hár) sagt mér að þeim hafi verið ruglað við mig.“

Bára kveðst þekkja nokkrar af þessum konum og varð áhyggjufull þar sem mögulega væri verið að dreifa myndum af annarri konu í hennar stað. Svo hún bað um að fá myndirnar sendar.

„Jú ef þú horfir lauslega yfir en skoðar ekki almennilega mætti halda að þær væru af mér. Ekkert voða merkilegt, myndir af brjóstum og kynfærum og hjálpartækjum kynlífsins. Kom ekki almennilega fyrir mig hver þetta var svo ég spurði nokkra vini. Og þá kom smá áfall.“

Bára heldur áfram:

„Myndirnar voru af síðu þar sem fullorðið fólk deilir ýmsu kynferðislegu milli sín og myndefnið var kona sem ég þekkti. En hún er ekki meðal okkar lengur. Minn stærsti ótti er að ættingjar þessarar konu fái þær óvart sendar. Fyrst ætlaði ég ekkert að gera í þessu, vonast til þess að þetta myndi deyja út af sjálfu sér, en núna er ég búin að frétta af þessum myndum frá þrem mismunandi aðilum og tveimur bara í síðustu viku.“

Bára biðlar til fólks um að ef það rekst á myndirnar að senda þær ekki áfram. Hún segir:

„Ef þið rekist á myndirnar, ekki senda þær áfram. Ef þið fréttið af þeim látið vita að um látna manneskju er að ræða. Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl.“ Þá segir Bára að lokum:

„Ef einhvern bráðvantar nektarmyndir af mér er ég vel til í smekklega myndatöku gegn góðum styrk til Stígamóta. Reynum annars að vera bara minni asnar.“

Nýjast