Nettó flytur inn nautakjöt

Nettó flytur inn nautakjöt

Lágvöruverðsverslunin Nettó hefur hafið sölu á fersku erlendu nautakjöti. Til að byrja með verða 600 kíló af Porter House og Rib-Eye steikum til sölu í þremur verslunum Nettó en kjötið kemur frá danska framleiðandum Danish Crown. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nettó. Þar er haft eftir Stefáni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra innkaupasviðs hjá Samkaupum.

„Innflutningur á erlendu nautakjöti ruddi veginn fyrir íslenska nautið. Þannig skapaðist sú eftirspurn sem þörf var á til að hægt væri að efla innlenda framleiðslu. Innlend framleiðsla getur hins vegar ekki staðið undir stöðugu vöruframboði, t.d. á vinsælum hryggvöðvum. Til að mæta kröfum neytenda hófum við sölu á fersku erlendu nautakjöti.“

Nautakjötið sem Nettó selur kemur frá Danmörku.

Nýjast