Myndir dagsins: er veðrið verra á spáni en á íslandi?

Fólk talar varla um annað en veðrið þessa dagana á Íslandi en það er ekki bara slæmt hér. Þetta sést á myndum sem Íslendingar á Spáni deila í samnefndum Facebook hópi. DV tekur saman en ljóst er að veðurfarið mun eflaust koma ferðalöngum á óvart.

Báðar meðfylgjandi myndir eru teknar í Alicante á Spáni, sem óhætt er að kalla Íslendingaslóðir og er næsta borg við Torrevieja, þangað sem eru einungis um 30 til 40 mínútur. Mikið af Íslendingum eru allajafna á báðum stöðum, eins og flestir kannast eflaust við.

\"\"

Þá gekk sjór og drasl á land í Torrevieja í morgun. Má sjá á myndum hvar mikið magn grjóts og annarra hluta líkt og stóla liggja á víðavangi. Þá ræðir fólk einnig um haglél og tæknitruflanir sem tengd eru við óveðrið sem hefur geysað á Spáni undanfarna daga.

\"\"

\"\"