Mynd dagsins: Þorsteinn spurði útlendinga hversu myndarlegur hann væri - Niðurstaðan kom honum á óvart

Grínistinn og leikarinn Þorsteinn Guðmundsson spurði í dag ferðamenn á förnum vegi í miðbæ Reykjavíkur um það hve myndarlegur hann er. Niðurstaðan kom honum á óvart en hann greinir frá þessu á Facebook síðunni sinni.

„Eins og margt fólk á mínum aldri þjáist ég af útlitskomplexum,“ skrifar Þorsteinn í léttu gamni í færslunni. „Til þess að fá utanaðkomandi álit á útliti mínu gerði ég atferlistilraun og spurði erlenda ferðamenn hvernig þeir mætu útlit mitt, frá 0-10.“

Hann segist geta vel unað við niðurstöðuna:

„Ég get vel við unað að skora 7,85 stig að meðaltali, SF 0,99, N=17 en fyrirfram var ég að vonast eftir 6 í einkunn. Svona geta vísindin verið uppbyggileg.“