Mynd dagsins: Það var góð ástæða fyrir því að þessi bíll var stöðvaður

Mynd dagsins: Það var góð ástæða fyrir því að þessi bíll var stöðvaður

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum á mynd dagsins að þessu sinni en fyrr í kvöld var bílstjóri jeppa-bifreiðar stöðvaður af árvökulum lögregluþjónum. Var ökumaðurinn með dýnu á þakinu og hélt hann henni niðri ásamt farþega í framsæti.

Um hleðslu ökutækja segir:

„Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal enn fremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana, valdi rykmekki eða svipuðum óþægindum, umferðartruflun eða óþarfa hávaða.“

Í samtali við Hringbraut segir lögreglan á Suðurnesjum:

„Við veittum bifreiðinni athygli þar sem við sáum að ökumaður og farþegi héldu dýnunni út um glugga bifreiðarinnar. Það koma svo í ljós að hún var einnig bundin á toppinn. Aðferðin var þó heldur einkennileg, verandi snjókoma og færð versnandi.“

Nýjast